Um Vefinn

 Dansbók fyrir alla – einstaklinga,fjölskylduna og alls konar hópa við öll tækifæri! Kenndir eru fjölbreyttir dansar á borð við salsa, jive, social foxtrot, brúðarvals, skottís, hip hop, djassdans, diskó, vikivaki, línudans, barna- og hópdansar og margir fleiri. Með bókinni fylgir aðgangur að vefslóðinni http://dansgledi.is þar sem sporin eru kennd á lifandi hátt.

Lykilorð fyrir hvern dans finnurðu í bókinni. Fyrst velurðu hvernig dans þú vilt læra, t.d. ,,Með félaga“ og þar undir Salsa. Þá er beðið um lykilorð og þú stimplar inn það lykilorð (lágstafir) sem þú finnur undir dansinum Salsa, sjá bls. 26 í bók.

Guðbjörg Arnardóttir, höfundur bókarinnar, hefur kennt listdans í þrjá áratugi. Hún útskrifaðist frá Danshögskolan í Stokkhólmi í danskennsluréttindum og sérhæfði sig í barnadansi, nútímadansi og ballett. Árið 2001 útskrifaðist hún frá KHÍ og lauk B.ED. –gráðu í grunnskólakennarafræði.Tveimur árum síðar tók hún diploma í uppeldis- og menntunarfræði tvítyngdra barna. Guðbjörg stofnaði Listdansskóla Hafnarfjarðar árið 1994.