Með Vinum
Dans er kjörin leið til að hrista upp hópa á samkomum og öðrum stærri viðburðum. Um leið og við hreyfum líkamann losnar um spennu og blóðflæðið fer í gang. Við verðum frjálsari í samskiptum og tjáskipti verða auðveldari. Hér verður lýst nokkrum dönsum sem henta vel í skólastofunni, veislum, ættarboðum, óvissuferðum, steggjar- og gæsapartýjum eða á öðrum viðburðum. Þeir sem kjósa að dansa einir með sjálfum sér geta vel fundið áhugavekjandi danslýsingar.
Myndbönd
Ballett Hip Hop Vinnu og Morgundans Diskó Hringdans Guðbjargar Djassdans Mars með afbrigðum Línudans Viki vaki Grískur dans 2 dansar Konga
Lykilorð fyrir hvern dans finnurðu í bókinni. Fyrst velurðu hvernig dans þú vilt læra, t.d. ,,Með vinum“ og þar undir Diskó. Þá er beðið um lykilorð og þú stimplar inn það lykilorð (lágstafir) sem þú finnur undir dansinum Diskó sjá bls.52 í bók.